Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2020 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson vill hækka umtalsvert í launum - Chelsea hefur áhuga
Hvar verður Dean á næstu leiktíð?
Hvar verður Dean á næstu leiktíð?
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Manchester United sem hefur leikið að láni hjá Sheffield United, vill fá umtalsverða launahækkun á núgildandi samningi sínum hjá Rauðu djöflunum.

Margir áhangendur Man Utd vilja að Henderson verði aðalmarkvörður liðsins á komandi leiktíð og eru búnir að fá nóg af David de Gea. Chelsea hefur þá einnig áhuga á að fá Dean í sínar raðir og er tilbúið að bjóða honum góða launahækkun.

Heimildir The Times herma að Henderson sé klár í að verða aðalmarkvörður Man Utd en vilji fá nánast þreföldun á núverandi launum. Hann er þessa stundina með 35 þúsund pund í vikulaun en vill fá 100 þúsund pund á viku. De Gea, til samanburðar, er með 375 þúsund pund í vikulaun.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, bað fréttamenn að vera ekki að spyrja út í David de Gea á blaðamannafundi í gær en de Gea gerði sig sekan um slæm mistök gegn Chelsea á sunnudag.

Manchester United tekur á móti West Ham klukkan 17:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner