þri 21. júlí 2020 13:05
Elvar Geir Magnússon
Hendrickx í Breiðablik í glugganum?
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagt er að hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx gæti gengið aftur í raðir Breiðabliks í glugganum.

Hrafnkell Freyr Ágústsson greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en hann er vel tengdur hjá Breiðabliki.

Ýmsir sparkspekingar telja að Kópavogsliðið þurfi að fá sér hægri bakvörð en félagaskiptaglugginn á Íslandi opnast fimmta ágúst.

Hendrickx, sem er 26 ára, lék með Blikum 2018 og fyrri hluta tímabils 2019 áður en hann hélt heim til Belgíu og gekk í raðir Lommel.

Hendrickx var í stóru hlutverki hjá Lommel í belgísku B-deildinni á liðnu tímabili.

Blikar eru í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig úr sjö leikjum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner