Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júlí 2020 21:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Ofurvaramaðurinn Muriel og Zlatan menn kvöldsins
Aðeins of snemma fagnað þarna. Þessi fór ekki í netið hjá Zlatan sem þó skoraði tvö mörk í kvöld.
Aðeins of snemma fagnað þarna. Þessi fór ekki í netið hjá Zlatan sem þó skoraði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ítölsku Serie A í kvöld. Atalanta vann sigur á Bologna í fyrri leik kvöldsins.

Staðan var markalaus á heimavelli Atalanta í hálfleik þegar varamaðurinn Luis Muriel kom inn á. Hann skoraði svo sigurmark leiksins á 62. mínútu og er þetta hans sautjánda mark á leiktíðinni og hafði hann einungis leikið 1100 mínútur þegar hann skoraði markið sitt í dag. Fljótt reiknað er það mark á 65 mínútna fresti sem er það langbesta á meðal markaskorara í Evrópu.

Atalanta er nú sex stigum á eftir Juventus sem á leik til góða. Níu stig eru í pottinum fyrir Atalanta. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna.

Á heimavelli Sassuolo mættu AC Milan í heimsókn. Sænski snillingurinn Zlatan Ibrahimovic kom gestunum yfir á 19. mínútu en Francesco Caputo jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir hlé.

Zlatan neitaði því að ganga til búningsherbergja með stöðuna jafna og bætti hann við marki fyrir gestina skömmu áður en hálfleikurinn var úti. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Milan áfram á góðu skriði.

Atalanta 1 - 0 Bologna
1-0 Luis Muriel ('62 )

Sassuolo 1 - 2 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('19 )
1-1 Francesco Caputo ('42 , víti)
1-2 Zlatan Ibrahimovic ('45 )
Rautt spjald: Mehdi Bourabia, Sassuolo ('45)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner