Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júlí 2020 12:55
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Verður eins og á jólunum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool fær enska meistarabikarinn eftir viðureign liðsins gegn Chelsea annað kvöld.

„Það hefur verið langur aðdragandi að þessu. Við erum búnir að vera meistarar í mánuð núna," segir Jurgen Klopp.

„Þetta verður eins og á jólunum. Þú veist að þú ert að fá sérstaka gjöf en ert samt spenntur. Þetta verður sérstök stund og ég er í skýjunum með að strákarnir fá að njóta hennar. Þeir eiga þetta skilið meira en nokkrir aðrir vegna þess að það eru svo margar hindranir sem þurfti að yfirstíga."

Liverpool fékk síðast Englandsmeistarabikarinn fyrir 30 árum síðan.

„Ég veit ekki hvaða tilfinningar munu brjótast út. Þetta verður einn besti dagur lífs míns að fá loksins að taka við bikarnum. Ég verð stoltur af strákunum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner