Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júlí 2020 07:00
Mist Rúnarsdóttir
Linda Líf er viðbeinsbrotin
Linda Líf verður frá næstu vikurnar
Linda Líf verður frá næstu vikurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Líf Boama meiddist illa í 1-1 jafntefslisleik Þróttar og KR í gærkvöldi en hún viðbeinsbrotnaði þegar hún féll við eftir samstuð við markvörð KR í seinni hálfleik. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net eftir leik. Meiðslin munu að öllum líkindum halda framherjanum öfluga fyrir utan völlinn í 6-8 vikur og munar um minna fyrir nýliðana.

Þetta var þó ekki eina áfallið sem dundi yfir Þróttara í gær en vinstri bakvörðurinn öflugi, Mary Alice Vignola, tognaði á nára í upphitun og gat ekki tekið þátt í leiknum. Óvíst er hve lengi hún verður frá en gera má ráð fyrir allavegana tveggja vikna fjarveru.

Til að bæta gráu ofan á svart fór Sigmunda Sara Þorgrímsdóttir meidd af velli en Þróttarar binda vonir við að kálfameiðsli hennar séu ekki alvarleg.

Næsti leikur Þróttar er gegn sterku liði Breiðabliks á föstudag og ljóst er að töluverðar breytingar verða á byrjunarliði Þróttar í þeim leik en ofan á meiðslin verða þær Laura Hughes og Sóley María Steinarsdóttir í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda.
Athugasemdir
banner
banner
banner