Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2020 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Sveindís skoraði þrennu gegn Val
Sveindís skoraði þrennu.
Sveindís skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Valur
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('46 )
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('47 )
3-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('75 )
4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('87 )
Lestu um leikinn.

Breiðablik sigraði Val gífurlega sannfærandi í toppslag sjöundu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Sveindís Jane skoraði þrennu fyrir heimakonur í kvöld og Berglind Björg innsiglaði sigurinn á 87. mínútu leiksins.

Fyrstu tvö mörk Sveindísar komu með 63 sekúndan millibili strax í upphafi seinni hálfleiks. Liðin voru taplaus frá sumrinu 2018 og um tvö langbestu lið síðustu leiktíðar að ræða.

Agla María Albertsdóttir var mjög öflug í liði Breiðabliks og lagði upp þrjú mörk, Sveindís skoraði þrjú og Berglind skoraði eitt og lagði upp annað.

Breiðablik er nú með fimmtán stig eftir fimm spilaða leiki og á ennþá eftir að fá á sig mark! Valur er með sextán stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner