mið 21. júlí 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Björn Bogi í æfingahópi Heerenveen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Björn Bogi Guðnason gekk í raðir hollenska félagsins Heerenveen fyrr í sumar eftir að hafa alist upp í Keflavík.

Björn Bogi er gífurlega efnilegur framherji sem skoraði 3 mörk í 7 leikjum með Víði í 2. deild í fyrra. Hann kom einnig við sögu í fjórum leikjum með Keflavík í efstu deild án þess að takast að skora.

Björn er að standa sig vel hjá sínu nýja félagi og var valinn í 23 manna leikmannahóp Heerenveen sem tekur þátt í lokaundirbúningnum fyrir hollensku úrvalsdeildina.

Heerenveen hefur verið miðlungslið í efstu deildinni undanfarin ár. Liðið fékk 39 stig úr 34 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner