mið 21. júlí 2021 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fór allt úr böndunum - Lögregla beitti táragasi á leikmenn Boca
Mynd: Getty Images
Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríkuliða, er í fullum gangi þessa dagana og féllu argentínsku risarnir í Boca Juniors úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Atletico Mineiro.

Marcos Rojo og félagar voru brjálaðir að leikslokum og ætluðu sér að ráðast á leikmenn Atletico. Það náðust fjölmörg myndbönd af þessu atviki og þurfti að kalla til lögreglu sem brást harkalega við.

Lögreglan var ekkert að grínast og nýtti sér táragas til að stöðva vitleysuna sem var í gangi.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvað gerðist. Þar sést meðal annars þegar Rojo kýlir öryggisvörð.

Atletico Mineiro mætir annað hvort River Plate eða Argentinos Jrs í 8-liða úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner