mið 21. júlí 2021 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraaf: Van Gaal skrifar undir 18 mánaða samning
Fraser tekur við af Van Gaal eftir HM
Mynd: Getty Images
Hollenski miðillinn De Telegraaf heldur því fram að Louis van Gaal sé búinn að skrifa undir 18 mánaða samning við hollenska landsliðið.

Van Gaal mun stýra landsliðinu með Henk Fraser og Danny Blind sem aðstoðarmenn, en þessir þrír kappar léku allir saman hjá Sparta Rotterdam fyrir rúmlega 30 árum síðan.

Þetta er í þriðja sinn sem Van Gaal tekur við hollenska landsliðinu og segir Telegraaf að hugmyndin sé að gera Fraser að arftaka hans.

Fraser mun vera hægri hönd Van Gaal næstu 18 mánuði og á svo að taka við landsliðinu eftir HM í Katar.

Fraser er mikils metinn þjálfari í Hollandi þar sem hann hefur gert góða hluti með ADO Den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í gegnum tíðina. Hann hefur einnig reynslu með landsliðinu eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner