Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. júlí 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Breiðablik: Tók ákvörðun að vera ekkert að spá í hvað þeir eru að gera
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik er með sex stiga forskot á Víking í toppbaráttunni í Bestu deildinni. Blikar eru á toppnum með 34 stig og Víkingur er svo fjórum stigum á undan KA sem er í þriðja sæti.

Breiðablik lenti í vandræðum í Keflavík á sunnudag en tókst að landa sigri með því að ná inn sigurmarki í uppbótartíma. Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í gær og spurði hann hvernig honum hefði liðið þegar Blikar kláruðu leikinn gegn Keflavík með sigri.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

„Það var skemmtilegur leikur að horfa á og Blikar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Ég meina auðvitað vonast maður eftir að þeir fari að tapa stigum en ég tók bara þá ákvörðun eftir okkar slæmu byrjun að vera ekkert að spá í því hvað þeir eða aðrir eru að gera," sagði Arnar.

„Við einbeitum okkur að okkur. Með þessa nýju úrslitakeppni er svo mikið af leikjum eftir og mikið eftir að gerast. Gangi þeim vel í því sem þeir eru að gera," bætti Arnar við.

Víkingur mætir velska liðinu TNS í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Breiðablik er einnig að spila í kvöld, liðið mætir Budocnost frá Svartfjallalandi í sömu keppni.

Arnar kom inn á nýju úrslitakeppnina en Íslandsmótið í ár er 27 umferðir, fimm umferðum meira en það hefur verið undanfarin ár. Eftir 22 umferðir munu liðin í efstu sex sætunum mætast innbyrðis í einfaldri umferð og það sama gildir um neðstu sex sætin.

Víkingur hefur unnið sex deildarleiki í röð eftir tap gegn einmitt Breiðabliki fyrir rúmum tveimur mánuðum.
Eins og hjá bresku liði á tíunda áratugnum - „Engin fallhlíf lengur"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner