Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júlí 2022 09:45
Elvar Geir Magnússon
De Jong vill frekar fara til Bayern eða Chelsea
Powerade
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Ben Mee er á leið til Brentford.
Ben Mee er á leið til Brentford.
Mynd: Getty Images
Heil og sæl, í slúðrinu er þetta helst. De Jong, Kounde, Antony, Dennis, Reguilon, Ronaldo, McNeil, Lingard og fleiri koma við sögu.

Frenkie de Jong (25) vill ekki yfirgefa Barcelona en ef hann færir sig um set vill hollenski miðjumaðurinn fara til Bayern München eða Chelsea frekar en Manchester United. (Sport)

Jules Kounde (23) er á leið í læknisskoðun hjá Chelsea eftir að enska félagið komst að samkomulagi við Sevilla um 55 milljóna punda kaupverð á franska varnarmanninum. (Sun)

Chelsea ætlar einnig að fá króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) frá RB Leipzig en honum er ætlað að fylla skarð Cesar Azpliicueta (32) sem er líklega á leið til Barcelona. (Sun)

Nottingham Forest íhugar að gera tilboð í nígeríska framherjann Emmanuel Dennis (24) hjá Watford en hann er metinn á um 25 milljónir punda. (Mail)

Ben Mee (32), fyrrum fyrirliði Burnley, er að ganga í raðir Brentford en viðræður eru á lokastigi. Mee yfirgaf Burnley eftir fall liðsins en hann var hjá félaginu í ellefu ár. (Guardian)

Manchester United hefur enn áhuga á brasilíska vængmanninum Antony (22), þrátt fyrir að 51 milljón punda tolboði hafi verið hafnað. (TalkSport)

Real Madrid er ekki með áætlanir um að fá portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo (37) aftur til félagsins. Ronaldo er sagður vilja yfirgefa Manchester United. (Marca)

Leicester hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði frá Mónakó í Boubakary Soumare (23) því enska félagið vill fá meira en þær 23 milljónir punda sem það borgaði fyrir franska miðjumanninn í fyrra. (Mail)

Leicester þarf að selja leikmenn áður en félagið getur keypt og gæti skoðað tilboð í enska miðjumanninn James Maddison (25), nígeríska framherjann Kelechi Iheanacho (25) og belgíska bakvörðinn Timothy Castagne (26). (Telegraph)

Barcelona hefur áhuga á að fá Sergio Reguilon (25) frá Tottenham ef félagið nær ekki samkomulagi við Chelsea um annan spænskan bakvörð, Marcos Alonso (31). (Mundo Deportivo)

Brighton íhugar að gera lánstilboð í portúgalska vinstri bakvörðinn Nuno Tavares (22) hjá Arsenal en félagið skoðar mögulega kosti til að fylla skarð Marc Cucurella (23) sem Manchester City vinnur í að fá. (O Jogo)

Nottingham Forest hefur boðið Jesse Lingard (29) samning upp á 200 þúsund pund í vikulaun. Forest og West Ham vilja enska landsliðssóknarleikmanninn. (Mail)

West Ham og Crystal Palace hafa sett sig í samband við Burnley vegna Dwight McNeil (22). (Sky Sports)

Newcastle hefur gert tilboð upp á 18 milljónir punda í enska vængmanninn Jack Harrison (25) hjá Leeds. (Football Insider)

West Ham, Everton, Napoli og Sevilla íhuga að bjóða belgíska vængmanninnum Adnan Januzaj (27) samning en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Real Sociedad. (AS)

Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips (26) segir að það hafi aldrei komið til greina að hann færi til Manchester United. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner