Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. júlí 2022 14:00
Innkastið
„Eitthvað glórulausasta rauða spjald sem ég hef séð"
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eysteinn og Andri Már
Eysteinn og Andri Már
Mynd: Fótbolti.net
Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis, fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok leiks Leiknis og KA í síðustu umferð. Fyrir vikið fékk hann rautt spjald og missir af mikilvægum leik Leiknis í næstu umferð vegna leikbanns.

Leiknir tekur á móti ÍBV í 14. umferð og skilja einungis tvö stig liðin að í neðri hluta deildarinnar, Leiknir er í 10. sæti, tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem er með átta stig í næstneðsta sæti.

„Guð minn góður Binni Hlö... Í veseni, sparkar boltanum í magann á Jakobi Snæ sem kom í pressu og Jakob að sleppa í gegn rífur Binni hann niður fyrir framan teiginn og gjörsamlega skilur ekkert í því að fá seinna gula," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá leiknum.

Spjaldið fékk Binni, eins og Brynjar er oftast kallaður, á 83. mínútu. Þá hafði staðan í leiknum verið 5-0 fyrir KA í rúmar tuttugu mínútur og löngu orðið ljóst hvort liðið fengi stigin þrjú.

Rætt var um spjaldið í nýjasti þætti Innkastsins þar sem þeir Arnar Laufdal, Andri Már og Eysteinn Þorri ræddu málin.

„Binni Hlö fær eitthvað glórulausasta rauða spjald sem ég hef séð, hann er á gulu spjaldi og fer í eitthvað brasilískt Jiu-Jitsu. Staðan er 5-0 þegar hann fær spjaldið. Mér finnst að maður eins og Brynjar Hlöðversson, með alla sína reynslu og alla sína leiki... haltu fókus! Hver er munurinn á tapa 5-0 eða 6-0? Þetta er bara barnalegt," sagði Eysteinn Þorri.

„Sýnir þarna liðinu sínu og þjálfaranum óvirðingu með því að gera þetta. Næsti leikur er á móti ÍBV, helmingi mikilvægari leikur en þessi KA leikur, þetta er bara rugl," sagði Andri Már.

Brynjar er 33 ára leikmaður sem á að baki rúmlega 200 deildarleiki með Leikni.
Innkastið - Miklar hræringar og vesen í Vesturbæ
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner