fim 21. júlí 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gula spjaldið á Mikael stendur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AGF heimsótti Bröndby í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Leiknum lauk með 1-0 sigri Bröndby.

Eftir tæplega hálftíma leik fékk íslenski landsliðsmaðurinn, Mikael Anderson, gult spjald fyrir dýfu.

Hann var alls ekki sáttur við það en hann tjáði sig um það í viðtali við TV3 eftir leikinn. „Þetta eru stór mistök hjá Putros, það er klár snerting og hann (leikmaður Bröndby) fer í vinstri fótinn á mér. Ég veit ekki hvað ég get annað gert en að falla. Upplifun mín var að þetta var klárt víti," sagði Mikael við TV3. „Ég veit ekki af hverju við höfum VAR ef það leiðréttir ekki þessi mistök."

Dómarinn skoðaði ekki atvikið í VAR. AGF áfrýjaði spjaldinu en aganefndin hafnaði því og spjaldið stendur. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner