fim 21. júlí 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska stuðningsfólkið miklu betra en hjá stórþjóðunum
Icelandair
Stuðningurinn var stórkostlegur á þessu móti.
Stuðningurinn var stórkostlegur á þessu móti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar.
Stelpurnar okkar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningurinn við íslenska landsliðið á EM í Englandi var ótrúlega góður. Stuðningssveit Íslands átti stúkuna í öllum þremur leikjum liðsins á mótinu.

„Maður fékk gæsahúð í hvert skipti sem maður gekk út á völl. Maður er virkilega stoltur Íslendingur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir lokaleikinn í riðlinum á móti Frakklandi.

Það er einstaklega gaman að sjá að þessi litla þjóð sem Ísland er sé með öflugra stuðningsfólk en stórþjóðir á borð við Belgíu, Frakkland og Ítalíu.

Það ber að hrósa stuðningsfólkinu því þetta gerir mikið fyrir liðið og þeirra leik inn á vellinum.

Eitt besta stuðningsfólk í heiminum
Erin McLeod, landsliðsmarkvörður Kanada og kærasta Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, skrifaði færslu á Instagram eftir síðasta leikinn á mótinu þar sem hún hrósaði stuðningsfólkinu sem mætti til að styðja Ísland á mótinu.

„Þið eruð með eitt besta stuðningsfólkið í heiminum. Ein mín uppáhalds minning í lífinu hingað til,“ skrifaði McLeod og birti mynd af sér með Gunnhildi og fjölskyldu eftir leikinn gegn Frakklandi á dögunum.

Næsta verkefni hjá landsliðinu er í undankeppni HM þar sem við spilum hreinan úrslitaleik við Holland um að komast inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það er vonandi að stuðningurinn við liðið verði góður þar eins og hann var svo sannarlega á Evrópumótinu í Englandi.


Sara stolt af liðinu - „Tilfinningin er önnur núna"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner