Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 15:30
Innkastið
Búinn að vera gjörsamlega magnaður - „Stærstu lið landsins munu reyna við hann“
Nökkvi hefur leikið afskaplega vel fyrir KA.
Nökkvi hefur leikið afskaplega vel fyrir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur farið með himinskautum með liði KA í Bestu deildinni og var frammistaða þessa 22 ára sóknarleikmanns til umræðu í Innkastinu.

„Nökkvi er búinn að eiga frábært tímabil, er kominn með níu mörk sem er bara tveimur mörkum minna en Ísak Snær Þorvaldsson sem er á allra manna vörum. Maður heyrir samt ekkert á Twitter eða annars staðar að Nökkvi sé að standa sig svona vel," sefgir Arnar Laufdal.

„Nökkvi er búinn að vera gjörsamlega magnaður á þessu tímabili, KA er alveg stórt lið í íslenskum fótbolta en ég tel 100% að ef hann fer ekki út þá munu stærstu lið landsins reyna við kauða. Flestir þessir norðanmenn vilja flytja einhvern tímann í bæinn, maður hefur séð það í gegnum tíðina," segir Eysteinn Þorri Björgvinsson. „Hann er búinn að vera geggjaður, yfirburðarmaður í þessu KA-liði."

Arnar spyr þá hvort Breiðablik gæti mögulega reynt að fá Nökkva til að fylla skarð Ísaks Snæs Þorvaldssonar ef hann fer út eftir tímabilið.

„Það er klárlega eitthvað sem Blikarnir myndu skoða. En ef ég les í týpuna sem Sævar Pétursson (framkvæmdastjóri KA) er þá myndi hann líklega setja 30 milljóna króna verðmiða á hann. Hann mun örugglega frekar reyna að selja hann út," segir Eysteinn.
Innkastið - Miklar hræringar og vesen í Vesturbæ
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner