Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
banner
   fös 21. ágúst 2015 20:18
Alexander Freyr Tamimi
Guðrún: Eins og að vera með tólfta og þrettánda
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir stóð sem fyrr eins og klettur í vörn Breiðabliks þegar liðið vann sanngjarnan 1-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Með sigrinum eru Blikar svo gott sem orðnir meistarar, þær eru með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjú stig eru eftir. Guðrún og félagar hafa nú haldið hreinu í yfir 1.000 mínútur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

„Ég er mjög ánægð, liðið allt vann rosalega vel saman og gerði það sem þurfti. Meðan við höldum markinu hreinu þurfum við bara eitt til þess að vinna og svoleiðis var þetta í dag," sagði Guðrún við Fótbolta.net.

„Varnarvinnan byrjar uppi á topp og það er það sem er að skila þessu. Þetta er ekki bara vörnin eða markmaðurinn, þetta er allt liðið. Ég held að þær hafi ekki fengið neitt opið færi og við fengum ágætis færi til að skora fleiri mörk."

Guðrún segir að enn sé ótímabært að fagna titlinum þó staðan sé góð.

„Það eru ennþá fjögur skref eftir sem við þurfum að taka. Það er hörkuprógramm framundan, við eigum toppliðin eftir fyrir utan Stjörnuna, þannig við getum ekki farið að fagna neinu."

Stuðningsmenn Breiðabliks voru mættir í hundruða tali á völlinn og stuðningssveitin Kópacabana söng og trallaði allan leikinn. Guðrún er þakklát fyrir stuðninginn.

„Þetta var eins og að vera með tólfta og þrettánda manninn, þetta var fáránlegt. Þeir eru æði."
Athugasemdir