Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Valur marði bikarmeistarana - Endurkoma hjá Blikum
Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmark Vals
Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmark Vals
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en Breiðablik og Valur sem hafa slegist um toppinn í sumar þurftu að hafa fyrir sigrunum í kvöld.

Breiðablik fór í vesturbæinn og vann þar KR 2-1. Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR-ingum yfir á 32. mínútu leiksins en hún lét þá vaða af hægri vængnum og náði Sonný Lára Þráinsdóttir ekki að halda boltanum og staðan óvænt 1-0 fyrir KR.

Staðan var þannig í hálfleik en á 67. mínútu jöfnuðu Blikar en KR-ingar töpuðu boltanum á miðsvæðinu og Blikaliðið fljótt að átta sig en Berglind Björg Þorvalsdóttir fékk boltann og stakk honum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem skoraði örugglega í fjærhornið.

Berglind Björg skoraði svo sigurmarkið tíu mínútum síðar eftir langa fyrirgjöf frá Ástu Eir Árnadóttur. Lokatölur 2-1 fyrir Blikum.

Valur vann þá Selfoss 1-0. Hlín Eiríksdóttir gerði eina markið gegn bikarmeisturunum á 65. mínútu. Hallbera Guðný Gísladóttir átti fyrirgjöf frá vinstri og boltinn datt þar þar í teignum og var Hlín mætt til að taka boltann á lofti og koma honum í netið.

Valur er á toppnum með 40 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KR 1 - 2 Breiðablik
1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('32 )
1-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('67 )
1-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('77 )

Selfoss 0 - 1 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('65 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner