Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 21. ágúst 2021 16:52
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: KFG varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG 0 - 0 Augnablik

KFG og Augnablik gerðu markalaust jafntefli í 3. deild karla í dag er liðin mættust á OnePlus-vellinum á Álftanesi.

Lið KFG hefur verið í harðri baráttu um sæti í 2. deild í sumar en varð af mikilvægum stigum í dag.

Þegar sextán leikir eru búnir hjá KFG er liðið með 27 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan Augnablik er í 6. sæti með 22 stig eftir átján leiki.

KFG á leik inni á tvö efstu liðin og getur með sigri blandað sér í baráttuna.
Athugasemdir
banner