Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. ágúst 2021 17:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bailey að jafna sig á meiðslum
Mynd: EPA
Aston Villa vann góðan 2-0 sigur á Newcastle í dag eftir að hafa tapað í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn Watford um síðustu helgi.

Danny Ings kom Villa yfir með stórkostlegu marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Anwar El-Ghazi skoraði seinna markið úr vítaspyrnu.

Eins og flestir vita var Jack Grealish seldur frá félaginu til Man City en í staðinn komu sterkir leikmenn á borð við Emi Bouendia, Danny Ings og Leon Bailey.

Sá síðast nefndi kom inná sem varamaður gegn Watford um síðustu helgi og lagði upp mark. Hann var ekki í hóp í dag en Dean Smith þjálfari liðsins segir að hann sé búinn að vera kljást við meiðsli aftan í læri og hafi stífnað upp á æfingu liðsins í gær, því engar áhættur teknar í dag.
Athugasemdir
banner
banner