Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. ágúst 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Mikið undir í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag en þar er mikið undir fyrir tvö lið í toppbaráttunni.

Breiðablik spilar við lið KA á heimavelli sínum í Kópavogi en aðeins tvö stig skilja liðin að fyrir leikinn.

KA er í fjórða sætinu með 30 stig og getur komist yfir Blika með sigri en það síðarnefnda er í þriðja sæti með 32 stig.

Sigur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið ætli þau að ná Val sem er á toppnum með 36 stig.

Það er annar leikur dagsins en fyrr í dag mun Keflavík spila við FH á heimavelli sínum í Keflavík.

Keflavík er fyrir leikinn með 17 stig í áttunda sætinu og er FH í því sjötta með 22. Það er nokkuð langt í fallsætið en þar sitja HK og ÍA með 13 og 12 stig.

Það er einnig leikið í neðri deildunum í bæði karla og kvennaflokki eins og má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla
14:00 Keflavík-FH (HS Orku völlurinn)
16:15 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Völsungur-Fram (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 ÍR-Einherji (Hertz völlurinn)
14:00 Hamar-SR (Grýluvöllur)
14:00 Fjölnir-KH (Extra völlurinn)
14:00 Hamrarnir-Sindri (Boginn)

3. deild karla
13:00 Höttur/Huginn-Elliði (Vilhjálmsvöllur)
14:00 KFG-Augnablik (OnePlus völlurinn)

4. deild karla - A-riðill
14:00 KFR-Árborg (SS-völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
14:00 KH-Skallagrímur (Valsvöllur)
14:00 Uppsveitir-Stokkseyri (X-Mist völlurinn)

4. deild karla - C-riðill
12:00 Hörður Í.-KM (Olísvöllurinn)

4. deild karla - D-riðill
14:00 Samherjar-Kormákur/Hvöt (Hrafnagilsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner