Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. ágúst 2021 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jesus alveg sama hvar hann spilar
Mynd: Getty Images
Manchester City vann 5-0 stórsigur gegn Norwich í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það var dýrmætt fyrir liðið að koma til baka eftir 1-0 tap gegn Tottenham í fyrstu umferð.

Gabriel Jesus átti frábæran leik þrátt fyrir að skora ekki sjálfur. Hann lagði upp mörk fyrir Sterling og Grealish. Hann átti einnig fyrirgjöf sem fór af Grant Hanley og síðan í Tim Krul og í netið.

Jesus var stillt upp á hægri kannti í dag en ekki fremsti maður eins og hann er vanur að vera hjá City. Hann segist vera ánægður með að spila hvar sem Pep segir honum að spila og leggja upp fyrir liðsfélagana sína.

„Mér líður vel, ég er að fá sjálfstraustið aftur. Ég vil alltaf spila, hvar sem þjálfarinn reynir að spila mér, ég reyni alltaf að gera mitt besta. Í landsliðinu spila ég meira á hægri kannti. Við erum með marga góða framherja, góða vængmenn, Mahrez og Sterling komu inná og skoruðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner