Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. ágúst 2021 15:29
Brynjar Ingi Erluson
Klopp ósáttur þrátt fyrir sigur: Horfðu þá frekar á glímu
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með 2-0 sigurinn á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag en segir þó að það verði að vernda leikmenn betur.

Diogo Jota og Sadio Mane skoruðu mörk Liverpool í leiknum en Klopp var ósáttur með hörkuna sem Chris Wood og Ashley Barnes sýndu í leiknum.

Hann er ánægður með ýmislegt í reglugerðinni en segir að dómarar verði að vernda leikmenn betur. Ekkert spjald fór á loft í leiknum í dag en það má setja spurningarmerki við það.

„Það er aldrei auðvelt að mæta Burnley og við keyrum aldrei yfir þá og við þurfum alltaf að vera klárir í slag. Þetta var erfiður leikur og þú sást þessi einvígi hjá Barnes og Wood með Matip og Van Dijk. Ég er ekki viss um að við séum á réttri leið með þessar ákvarðanir og það er eins og við séum að fara tíu eða fimmtán ár aftur í tímann," sagði Klopp.

„Þetta er of hættulegt og það er ekki hægt að dæma þessar aðstæður. Þetta erfitt en það er ekki hægt að verja aðstæðurnar og það gerir þetta svolítið flókið."

„Ég er hrifinn af öllum ákvörðunum í kringum sóknarliðið en við verðum að vernda leikmennina. Ef þér finnst gaman að horfa á svona tæklingar horfðu þá frekar á glímu."

„Leyfið mér bara að segja að reglurnar eru eins og þær eru en ég veit ekki alveg. Ég held að þetta hafi byrjað þegar við breyttum reglunum fyrir 20 árum til að vernda leikmennina

„Ég heyrði að við vildum láta leikinn fljóta meira en þetta er alltaf svona og við erum alltaf með þessar aðstæður. Við þurfum að venjast þessu en við þurfum að hugsa þetta aðeins betur."

„Það eru ein skilaboð núna og það er að láta leikinn fljóta en það veit enginn í raun hvað það þýðir," sagði Klopp eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner