Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. ágúst 2021 10:09
Brynjar Ingi Erluson
Klopp staðfestir samningaviðræður við Salah
Mohamed Salah hefur skorað 96 deildarmörk í 146 leikjum með Liverpool
Mohamed Salah hefur skorað 96 deildarmörk í 146 leikjum með Liverpool
Mynd: EPA
Egypski framherjinn Mohamed Salah er í viðræðum við Liverpool um nýjan samning en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti þetta á blaðamannafundi í gær.

Liverpool hefur þegar framlengt samninga við Alisson Becker, Fabinho, Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk. Samkvæmt helstu miðlum á Englandi er Jordan Henderson þá nálægt því að skrifa undir nýjan samning.

Salah kom til Liverpool frá Roma árið 2017 og hefur verið þeirra besti maður síðustu tímabil en samningur hans við félagið gildir til ársins 2023.

Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Salah, vonaðist til þess að eigendur Liverpool væru að horfa þegar hann skoraði eitt og lagði upp tvö gegn Norwich City í fyrstu umferð deildarinnar en nú er ljóst að viðræðurnar eru komnar í farveg.

„Það eru viðræður í gangi og þegar það er komin niðurstaða þá munum við segja ykkur frá því," sagði Klopp á blaðamannafundinum í gær.
Athugasemdir
banner
banner