Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. ágúst 2021 12:38
Brynjar Ingi Erluson
Munu Bayern og Tottenham skiptast á leikmönnum?
Tanguy Ndombele gæti farið til Þýskalands.
Tanguy Ndombele gæti farið til Þýskalands.
Mynd: EPA
Enski vefmiðillinn Sky Sports greinir frá því í dag að Bayern München hafi boðið Tottenham Hotspur að fá Corentin Tolisso í skiptum fyrir Tanguy Ndombele.

Tottenham er reiðubúið að leyfa Ndombele að yfirgefa félagið eftir aðeins tveggja ára veru.

Ndombele kom til Tottenham fyrir metfé fyrir tveimur árum en enska félagið greiddi 55 milljónir punda fyrir hann. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið á þessum tíma en gæti verið á förum.

Franski miðjumaðurinn vill leita á önnur mið og samkvæmt SkySports er Bayern afar áhugasamt um að fá hann.

Þar kemur fram að Bayern hafi boðið Tottenham að fá Corentin Tolisso og 17 milljónir punda en enska félagið hafnaði tilboðinu.

Ndombele hefur ekki fengið mínútur með Tottenham undir stjórn Nuno Espirito Santo í fyrstu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu og vill hann ólmur yfirgefa félagið í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner