Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. ágúst 2021 16:02
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Stórsigur FH gegn Keflavík - Jónatan gerði þrennu
Jónatan Ingi Jónsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Keflavík
Jónatan Ingi Jónsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Keflavík 0 - 5 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson ('45 )
0-2 Jónatan Ingi Jónsson ('53 )
0-3 Jónatan Ingi Jónsson ('89 )
0-4 Oliver Heiðarsson ('90 )
0-5 Jónatan Ingi Jónsson ('95 , víti)
Rautt spjald: Ígnacio Heras Anglada, Keflavík ('74) Lestu um leikinn

FH vann 5-0 stórsigur á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í dag en leikurinn fór fram HS Orku-vellinum. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í síðari hálfleiknum, þar af þrjú undir lok leiksins.

Fyrri hálfleikur var afar lokaður og lítið um dauðafæri eða alveg fram að síðustu sekúndu hálfleiksins. Jónatan Ingi Jónsson átti þá sendingu inn í teiginn á Baldur Loga Guðlaugsson sem fékk að dansa með boltann áður en hann kom knettinum í netið.

Þungt högg fyrir Keflavík að vera undir í hálfleik eftir mikla baráttu í þeim fyrri.

Jónatan Ingi gerði annað mark FH-inga á 53. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson átti fasta sendingu á Jónatan, sem lék inn í áttina að vítateignum og lét skotið ríða af og inn fór boltinn.

Nacho Heras var rekinn af velli á 74. mínútu fyrir að setja hendur á höfuð Jóhanns Ægis Arnarssonar. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn og bættu við þremur mörkum til viðbótar.

Jónatan gerði annað mark sitt á 89. mínútu eftir undirbúning frá Oliver Heiðarssyni og þakkað hann fyrir sig með því að leggja upp fyrir Oliver aðeins mínútu síðar.

Jónatan fullkomnaði síðan þrennuna undir lok leiksins með marki úr vítaspyrnu eftir að Guðmundur Kristjánsson var tekinn niður inn í teignum.

Lokatölur 5-0 fyrir FH sem er í 6. sæti með 25 stig en Keflavík er í 8. sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner