Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 21. ágúst 2021 08:00
Victor Pálsson
Pirlo útilokar ekki MLS deildina
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, fyrrum stjóri Juventus, útilokar það ekki að taka að sér starf í bandarísku MLS-deildinni, deild sem hann þekkir vel til.

Pirlo hefur takmarkaða reynslu í þjálfun en hann var látinn fara frá Juventus þann 28. maí eftir ansi slakt tímabil á alla vegu.

Fyrir utan það hefur Pirlo aðeins þjálfað varalið Juventus en hann var frábær leikmaður á sínum tíma og lék einmitt í Bandaríkjunum.

Pirlo spilaði með New York í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017 og virðist vera tilbúinn að mæta aftur í landið til að taka að sér þjálfarastarf.

„Ég útiloka ekki neitt. MLS er frábær deild og ég sé þjálfara fara þangað úr öllum áttum. Ég var heppinn að fá að spila þar," sagði Pirlo.

„Þið sáuð bandaríska landsliðið í Gullkeppninni svo ég myndi segja að boltinn þar í landi sé að fara af stað. Margir Bandaríkjamenn eru nú að spila fyrir bestu lið heims, Juventus, Barcelona, Chelsea."

„Ég fylgist með öllum liðum, ég elska New York. Ég átti heimili þar áður en ég færði mig. Ég elska allt við MLS deildina. Ég naut þess að spila þarna og náði vel saman við liðsfélagana, félagið og starfsfólkið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner