lau 21. ágúst 2021 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Memphis skoraði í jafntefli gegn Bilbao
Mynd: EPA
Fjórir leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Barcelona tapaði stigum gegn Atletic Bilbao.

Viðureign Atletic Bilbao og Barcelona var að ljúka en henni lauk með 1-1 jafntefli. INigo Martinez kom Bilbao yfir í upphafi síðari hálfleiks en Memphis Depay jafnaði metin á 75. mínútu.

Þetta var fyrsta mark Depay í deildinni en hann gekk til liðs við Barcelona í sumar. Eric Garcia varnarmaður Barcelona sem kom frá Man City í sumar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Barcelona sigraði Real Sociedad í fyrstu umferð og er því með fjögur stig. Mallorca vann 1-0 úti sigur á Alaves. Espanyol og Villarreal skyldu jöfn eins og Granada og Valencia.

Alaves 0 - 1 Mallorca
0-1 Fernando Nino ('80 )
Rautt spjald: Ruben Duarte, Alaves ('66)

Athletic 1 - 1 Barcelona
1-0 Inigo Martinez ('50 )
1-1 Memphis Depay ('75 )
Rautt spjald: Eric Garcia, Barcelona ('90)

Granada CF 1 - 1 Valencia
1-0 Luis Suarez ('16 )
1-1 Carlos Soler ('88 , víti)

Espanyol 0 - 0 Villarreal
Athugasemdir
banner
banner