Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. ágúst 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Það er góður taktur í hópnum - „Eyðileggur ekkert þegar vel gengur"
Gísli fagnar markinu sínu í kvöld.
Gísli fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á KA í Pepsi Max deildinni í kvöld.

Gísli Eyjólfsson átti þátt í báðum mörkunum en hann skoraði fyrra markið og lagði annað markið upp fyrir Viktor Karl Einarsson.

Það eru nokkrir leikmenn í hópnum sem þekkjast vel og hafa spilað lengi saman. Gísli var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn og var spurður út í það hvernig það sé að spila með vinum sínum.

„Þetta eru mest megnis kunningjar svona utanvallar," sagði Gísli og brosti.

„Það er samt virkilega gott chemistry í hópnum og það er virkilega góður taktur í hópnum. Evrópukeppnin hefur líka hjálpað, öll þessi ferðalög hafa þjappað hópnum saman svo eyðileggur ekkert fyrir þegar vel gengur, þá eru allir jákvæðir."
Gísli Eyjólfs: Maður er ekki jafn graður í þetta og maður var
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner