lau 21. ágúst 2021 16:37
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Freiburg nýtti færin gegn Dortmund
Lýsandi mynd. Leikmenn Freiburg fagna innilega en Erling Braut Haaland, framherji Dortmund, tókst ekki að finna sig í leiknum sem er sjaldséð sjón.
Lýsandi mynd. Leikmenn Freiburg fagna innilega en Erling Braut Haaland, framherji Dortmund, tókst ekki að finna sig í leiknum sem er sjaldséð sjón.
Mynd: EPA
Freiburg lagði Borussia Dortmund að velli í þýsku deildinni í dag, 2-1, en Dortmund var 72 prósent með boltann í leiknum en tókst engan veginn að nýta færin.

Fyrsta mark Freiburg var ekkert slor. Liðið fékk aukaspyrnu af um það bil 25 metra færi og stóð ítalski vængmaðurinn Vincenzo Grifo við boltann. Hann lét vaða í vinstra hornið, gersamlega óverjandi fyrir Gregor Kobel.

Roland Sallai gerði annað mark Freiburg á 53. mínútu áður en Yannik Keitel varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net sex mínútum síðar.

Dortmund var með mikla yfirburði á vellinum. Liðið var 72 prósent með boltann og átti töluvert fleiri færi en Freiburg en heimamenn nýttu þau fáu færi sem fengust og unnu góðan 2-1 sigur.

Alfreð Finnbogason var ekki í hópnum hjá Augsburg sem gerði markalaust jafntefli við Eintracht Frankfurt.

Wolfsburt lagði þá Herthu Berlín, 2-1. Lukas Nmecha, sem kom frá Manchester City í sumar, skoraði sigurmark Wolfsburg á 88. mínútu leiksins.

Nýliðar Bochum unnu Mainz 2-0 á meðan Greuther Fürth gerði 1-1 jafntefli við Arminia Bielefeld.

Úrslit og markaskorarar:

Eintracht Frankfurt 0 - 0 Augsburg

Freiburg 2 - 1 Borussia D.
1-0 Vincenzo Grifo ('6 )
2-0 Roland Sallai ('53 )
2-1 Yannik Keitel ('59 , sjálfsmark)

Hertha 1 - 2 Wolfsburg
1-0 Dodi Lukebakio ('60 , víti)
1-1 Ridle Baku ('74 )
1-2 Lukas Nmecha ('88 )

Bochum 2 - 0 Mainz
1-0 Gerrit Holtmann ('21 )
2-0 Sebastian Polter ('56 )

Greuther Furth 1 - 1 Arminia Bielefeld
0-1 Fabian Klos ('45 )
1-1 Branimir Hrgota ('50 , víti)
Rautt spjald: Alessandro Schopf, Arminia Bielefeld ('68)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner