Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. ágúst 2021 07:30
Victor Pálsson
Útlit fyrir að Tolisso láti samninginn renna út
Mynd: Getty Images
Mestar líkur eru á því að miðjumaðurinn Corentin Tolisso skrifi ekki undir nýjan samning við lið Bayern Munchen.

Frá þessu greina erlendir miðlar en Tolisso verður samningslaus næsta sumar og mun líklega yfirgefa liðið frítt.

Tolisso má finna sér nýtt félag í janúar á næsta ári en útlit er fyrir að Bayern muni ekki bjóða honum nýjan samning.

Ýmis lið hafa sýnt þessum franska landsliðsmanni áhuga en hann er 27 ára gamall og kom til Bayern árið 2017 frá Lyon.

Tolisso hefur alls ekki fest sig í sessi í Þýskalandi en hann hefur einnig glímt við meiðsli. Samtals hefur Tolisso spilað 97 leiki á fjórum árum.

Allt bendir til þess Tolisso muni leyfa samningnum að renna út og fara svo frítt á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner