lau 21. ágúst 2021 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verður klásúla í samning Haaland virkjuð í janúar?
Mynd: Getty Images
Erling Haaland er heitasti framherji heims í dag. Hann er á mála hjá Dortmund en hann hefur verið orðaður við mörg félög.

Ensku félögin Manchester City, Manchester United og Chelsea hafa sýnt honum áhuga. Real Madrid er einnig talið hafa áhuga.

Chelsea hefur fengið Lukaku og City talið vera að fá Harry Kane. United er sagt vilja fá Haaland í stað Cavani sem er sagður á förum eftir tímabilið.

Spænski miðillinn Marca greinir frá þessu en ef satt reynist geta félög fengið Haaland fyrir 64 milljónir punda í stað 150 milljónir punda eins og Dortmund vildi fá fyrir hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner