Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 21. september 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Benítez vill að ummæli Zaha verði skoðuð
Rafa lætur í sér heyra.
Rafa lætur í sér heyra.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle, vill að enska knattspyrnusambandið skoði ummæli sem Wilfried Zaha kantmaður Crystal Palace lét falla eftir leik liðsins gegn Huddersfield um síðustu helgi.

Zaha kvartaði yfir meðhöndluninni sem hann hefur fengið hjá andstæðingum og dómurum og sagði að enginn leikmaður fái rautt spjald fyrir brot á honum nema hann fótbrotni.

„Hann er góður leikmaður, það er ekki vafi, en ég tel að enska knattspyrnusambandið verði að skoða þessi ummæli," sagði Benítez.

Newcastle mætir Crystal Palace á morgun þar sem Andre Marriner verður með flautuna.

„Ég er viss um að Marriner verður ekki með þetta í huga sínum. Hann hefur mikla reynslu og jafnvel þó að orðspor hans sé ekki það besta þegar kemur að spjöldum þá er hann mjög góður dómari með mikla reynslu og hann mun taka eðlilega á hlutunum."
Athugasemdir
banner
banner