Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. september 2018 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Drap fólk áður en hann varð markvörður Liverpool
Bruce Grobbelaar hefur gengið í gegnum ýmislegt
Bruce Grobbelaar hefur gengið í gegnum ýmislegt
Mynd: Getty Images
Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool á Englandi, var í ítarlegu viðtali við BBC World Service í dag en þar ræðir hann Kjarrstríðið.

Grobbelaar er fæddur í Suður-Afríku en flutti ásamt foreldrum sínum til Simbabve. Hann er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool enda lék hann með liðinu í þrettán ár og spilaði yfir 400 leiki fyrir félagið.

Hann fer yfir ferilinn í viðtali við BBC World Service en þar greindi hann frá því að hann hafi verið kallaður í herinn hjá Simbabve í baráttu gegn skæruhernaði.

Kjarrstríðið eins og það er kallað var í Ródesíu, sem heitir í dag Simbabve, en Ródesía var bresk nýlenda. Bretar neituðu að gefa Ródesíu sjálfstæði fyrr en það yrði lýðræði þar en þrátt fyrir lýsti Ian Smith, formaður ródesíska framvarðarins, yfir sjálfstæði og 2. mars 1970 var ákveðið að slíta tengsl við bresku krúnuna og stofnun lýðveldis þar varð til.

Í kjölfarið hófst Kjarrstríðið þar sem stjórnmálaflokkarnir ZANU og ZAPU börðust með vopnum. Grobbelaar tók þátt í því stríði og viðurkennir hann að hafa drepið fjölda manns.

„Þú ert ekki sama manneskjan eftir þetta. Þú þarft að lifa með afleiðingum að eilífu," sagði Grobbelaar.

„Minningarnar verða bærilegri með tímanum en stundum þegar ég er með félögum mínum í Afríku þá vilja þeir fara að tala um stríðið en ég hef engan áhuga á því."

„Eftir þessar umræður þeirra þá hafa síðustu þrjár eða fjórar vikur verið erfiðar þar sem ég vakna upp úr svefni í köldum svita og þá man ég eftir öllu sem gerðist."

„Það sem ég er ánægðastur með er að hafa ekki dottið í þunglyndi, því fótboltinn bjargaði mér algerlega. Þegar ég kom úr hernum þá lagði ég fótboltann fyrir mig og það náði að dreifa huga mínum frá þessum atvikum,"
sagði Grobbelaar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner