banner
   fös 21. september 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Spenna á síðustu metrunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska fótboltasumrinu fer senn að ljúka og því er gríðarlega mikilvæg helgi framundan.

Það er ekkert leikið í dag en fjörið hefst á lokaumferð Pepsi-deildar kvenna á morgun.

Valur mætir þar Íslandsmeisturum Blika sem tryggðu sér titilinn með sigri gegn Selfyssingum í síðustu umferð. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Það er lítil sem engin barátta um sæti í deildinni þar sem aðeins þrjú lið eru með svipaðan stigafjölda, Selfoss, HK/Víkingur og KR í neðri hlutanum.

Lokaumferð Inkasso-deildar karla fer fram á sama tíma og þar er einnig lítið um baráttu. Eftirvæntasti leikurinn er viðureign ÍR og Magna sem spila úrslitaleik um sæti í deildinni. Tapliðið fellur með Selfossi.

HK og ÍA mæta seinna til leiks og eru enn að berjast um efsta sætið. HK er þar með eins stigs forystu fyrir lokaumferðina.

Spennan er þó hvergi jafn mikil og í 2. deild karla þar sem fjögur lið eru enn í baráttu um tvö efstu sætin eftir að Völsungur fékk dæmdan sigur gegn Hugin.

Afturelding og Grótta eru saman á toppnum með 42 stig. Þau mæta Hetti og Hugin á laugardaginn.

Vestri er í þriðja sæti með 41 stig og á erfiðan útileik við Kára á Akranesi á meðan Völsungur, sem er í fjórða sæti með 40 stig, heimsækir Tindastól.

Á sunnudaginn fer svo fram næstsíðasta umferð í Pepsi-deildar karla þar sem topplið Vals getur farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri gegn FH.

Stjarnan, sem er þremur stigum eftir Val, á útileik við ÍBV. Blikar koma í þriðja sæti og eiga afar litla möguleika á titlinum, en leikur þeirra gegn Fjölni verður sýndur beint enda gífurlega mikilvægur í fallbaráttunni. Fjölnir er þremur stigum frá öruggu sæti og í bráðri fallhættu.

Laugardagur:
Pepsi-deild kvenna
14:00 Valur-Breiðablik (Stöð 2 Sport 2 - Origo völlurinn)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
14:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Stjarnan-Þór/KA (Samsung völlurinn)
14:00 HK/Víkingur-KR (Víkingsvöllur)

Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Njarðvík-Selfoss (Njarðtaksvöllurinn)
14:00 ÍR-Magni (Stöð 2 Sport 3 - Hertz völlurinn)
14:00 Fram-Víkingur Ó. (Laugardalsvöllur)
14:00 Þór-Leiknir R. (Þórsvöllur)
16:00 Haukar-HK (Ásvellir)
16:00 ÍA-Þróttur R. (Norðurálsvöllurinn)

2. deild karla
14:00 Kári-Vestri (Akraneshöllin)
14:00 Höttur-Afturelding (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Leiknir F.-Víðir (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur V.-Fjarðabyggð (Vogabæjarvöllur)
14:00 Grótta-Huginn (Vivaldivöllurinn)
14:00 Tindastóll-Völsungur (Sauðárkróksvöllur)

Sunnudagur:
Pepsi-deild karla
14:00 KA-Grindavík (Akureyrarvöllur)
14:00 ÍBV-Stjarnan (Hásteinsvöllur)
14:00 Keflavík-Víkingur R. (Nettóvöllurinn)
14:00 Fjölnir-Breiðablik (Stöð 2 Sport 3 - Extra völlurinn)
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-Valur (Stöð 2 Sport 2 - Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner