Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 21. september 2018 14:50
Magnús Már Einarsson
Klopp: Firmino og Sturridge geta spilað saman
Roberto Firmino fagnar marki.
Roberto Firmino fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vel geta séð fyrir sér að tefla framherjunum Roberto Firmino og Daniel Sturridge báðum fram í byrjunarliðinu í einhverjum leikjum á tímabilinu.

Sturridge byrjaði gegn PSG í Meistaradeildinni í vikunni á meðan Firmino kom inn á og skoraði sigurmarkið.

Firmino var að glíma við meiðsli á auga fyrir leikinn gegn PSG en hann er alveg klár í slaginn fyrir leikinn gegn Southampton á morgun. Klopp staðfesti þetta í dag og greindi frá því að Firmino og Sturridge gætu einnig spilað saman á einhverjum tímapunkti.

„Gætu þeir spilað saman? Já auðvitað," sagði Klopp aðspurður í dag.

„Það eru margir leikir eftir og þessir leikmenn geta spilað saman. Þeir hafa raunar gert það áður og þeir geta gert það aftur."
Athugasemdir
banner
banner