fös 21. september 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
KSÍ yfirtekur vörumerkjaskráningu á húh-inu
Mynd: Gæðabakstur
KSÍ og Gunnar Þór Andrésson hafa komist að samkomulagi um framsal vörumerkjaskráningar á húh-inu sem íslenska karlalandsliðið gerði frægt á Evrópumótinu 2016.

Gunnar Þór átti vörumerkið en hafði samband við KSÍ af fyrra bragði í vor og óskaði eftir að sambandið tæki yfir skráninguna án greiðslu. 

„KSÍ fagnar þessum málalokum og þakkar Gunnari fyrir að hafa leitt þetta mál til lykta á farsælan hátt," stendur meðal annars í fréttabréfi KSÍ. 

Mikið var rætt um málið á sínum tíma, þegar Gunnar fékk einkaleyfi fyrir húh-inu og bað Hugleik Dagsson um að nota það ekki á grínbolum sínum. 

Það vakti mikla fjölmiðlaathygli og ákvað KSÍ í kjölfarið að sækja um að vörumerkið yrði gert ógilt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner