Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. september 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho þakkar liðsheildinni fyrir bættan varnarleik
Mourinho ræðir varnarleikinn í
Mourinho ræðir varnarleikinn í
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að bæting liðsins í varnarleiknum sé liðsheildinni að þakka.

Manchester United byrjaði tímabilið ekki vel og tapaði tveimur af fyrstu þremur leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Betur hefur gengið í vörninni að undanförnu en þá hafa Chris Smalling og Victor Lindelof spilað saman í miðverði.

„Liðið hefur sem lið náð að eiga betur við varnarvandræði en áður. Ég vil ekki segja að þau hafi verið út af Eric Bailly eða Phil Jones og séu ekki núna út af Smalling og Lindelof," sagði Mourinho.

„Ég tel að liðið sé þéttara og öflugra. Liðsandi, samvinnan og talandinn í liðinu hefur batnað. Góð úrslit koma með sjálfstraust."

„Við erum að bæta okkur sem lið og ég vil ekki segja að að sé bara út af Chris eða Victor."

Athugasemdir
banner
banner