Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. september 2018 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Rúrik og félagar í Sandhausen enn án sigurs
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen í dag
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í byrjunarliði þýska B-deildarliðsins Sandhausen í dag er liðið tapaði fyrir Köln, 2-0.

Sandhausen hefur byrjað tímabilið illa en liðið er aðeins með tvö stig úr fyrstu sex leikjunum og er í næst neðsta sæti.

Rúrik kom til Sandhausen frá Nürnberg í sumar eftir að hafa verið á láni hjá Sandhausen á síðasta tímabili.

Hann spilaði allan leikinn fyrir Sandhausen í dag er liðið tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu.

Hann hefur aðeins misst af einum deildarleik á tímabilinu vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner