banner
   fös 21. september 2018 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Souness: Milner er betri leikmaður en Pogba
James Milner þakkar fyrir hlý orð frá Souness
James Milner þakkar fyrir hlý orð frá Souness
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Graeme Souness telur James Milner, leikmann Liverpool, betri en Paul Pogba hjá Manchester United.

Óstöðugleiki Pogba hjá United hefur mikið verið til umræðu síðustu mánuði en eftir að hafa unnið HM með franska landsliðinu í sumar hefur hann fengið mikla gagnrýni.

Souness spilaði áður fyrr með Liverpool og er hann lagði skóna á hillunna stýrði hann meira að segja liðinu. Hann er á þeirri skoðun að Pogba sé of upptekinn af sjálfum sér og að verða bestur á meðan James Milner hjá Liverpool er að sýna Poga hvernig á að gera hlutina.

Milner hefur verið lykilmaður í liði Liverpool frá því hann kom á frjálsri sölu frá Manchester City árið 2015. Hann var magnaður á síðasta tímabili svo er liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milner hefur verið besti maður Liverpool í byrjun þessa tímabils en hann er með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum.

„Það er auðvelt að velja á milli þeirra. Er þetta spurning? Milner, alla daga vikunnar. Hann er alvöru leikmaður," sagði Souness.

„Ef ég þyrfti að spila á móti öðrum þeirra þá myndi ég velja Pogba. Ég vil ekki spila gegn Milner. Varðandi Pogba þá snýst þetta allt um hann og hans leik. Hann er ekki að fara að stöðva mig, hann leyfir þér að spila og það er ein gagnrýnin á hann," sagði Souness ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner