Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ari Freyr lagði upp - Markvörður Dijon gerði mistök
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í varnarlínu Oostende sem tapaði 3-1 fyrir Genk í belgíska boltanum í dag.

Ari og félagar lentu undir snemma leiks en jöfnuðu á 32. mínútu. Idrissa Sylla skoraði þá með skalla eftir laglega fyrirgjöf Ara Freys.

Bæði lið voru ógnandi en færanýting heimamanna var einfaldlega betri og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar að lokum, 3-1.

Genk, sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, er með 13 stig eftir 8 umferðir. Oostende er búið að tapa þremur af síðustu fimm en er þó með 10 stig.

Genk 3 - 1 Oostende
1-0 R. Vargas ('16, sjálfsmark)
1-1 I. Sylla ('32)
2-1 P. onuachu ('44)
3-1 S. Berge ('90)

Í Frakklandi var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum er Dijon tapaði fyrir Nice.

Rúnar Alex var búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti en tapaði því til Alfred Gomis í fyrstu umferðum tímabilsins.

Gomis átti þokkalegan leik í dag en gerðist þó sekur um mistök í fyrsta markinu. Þá kaus hann að keyra úr markinu til að vera á undan Kasper Dolberg til knattarins en það misheppnaðist og skoraði Daninn auðveldlega.

Dijon er á botni frönsku deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir.

Nice 2 - 1 Dijon
0-1 Julio Tavares ('22)
1-1 Kasper Dolberg ('29)
2-1 Yucef Atal ('47)
Athugasemdir
banner
banner
banner