Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellerin og Tierney spiluðu fyrir varaliðið
Bellerin er þekktur fyrir að vera gríðarlega fljótur upp og niður hægri vænginn.
Bellerin er þekktur fyrir að vera gríðarlega fljótur upp og niður hægri vænginn.
Mynd: Getty Images
Bakverðirnir Hector Bellerin og Kieran Tierney léku fyrstu 63 mínúturnar er U23 lið Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Wolves í ensku varaliðadeildinni í gærkvöldi.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Arsenal sem hefur saknað Bellerin síðan í janúar. Tierney var keyptur frá Celtic í sumar og kom meiddur til félagsins.

Þetta þýðir að Ainsley Maitland-Niles missir líklega sæti sitt í byrjunarliðinu og þá mun spiltími Sead Kolasinac eflaust minnka við komu Tierney.

Arsenal hefur ekki farið sérstaklega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með átta stig eftir fimm umferðir. Þeir rauðklæddu byrjuðu þó afar vel í Evrópudeildinni þar sem þeir höfðu betur gegn sterku liði Eintracht Frankfurt 0-3. Unai Emery tefldi þar fram hálfgerðu varaliði.

Það var í annað sinn sem Arsenal heldur hreinu síðan í apríl.


Athugasemdir
banner
banner
banner