Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: Brynjar fyrirliði er HB hampaði titlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vikingur 1 - 3 HB
0-1 Adrian Justinussen ('40)
0-2 Simun Samuelsen ('52)
1-2 Andreas Olsen ('61)
1-3 Sebastian Pingel ('71)

Heimir Guðjónsson vann færeysku deildina með HB í fyrra en tókst ekki að vinna bikarinn. HB komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn nágrönnunum í B36.

Heimir stýrði sínum mönnum aftur í úrslitaleikinn í ár. Í þetta sinn var andstæðingurinn Vikingur, sem er á svipuðu reiki og HB í deildinni, eða rétt fyrir neðan Evrópusætin.

Brynjar Hlöðversson bar fyrirliðaband HB og lék allan leikinn í sigrinum. Adrian Justinussen gerði eina markið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Simun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, forystuna eftir leikhlé.

Andreas Olsen minnkaði muninn fyrir heimamenn en Sebastian Pingel kom inn af bekknum skömmu síðar og gerði út um úrslitaleikinn með þriðja marki HB.

Þetta er í 27. sinn sem HB vinnur færeyska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner