Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. september 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Markvörður skoraði úr eigin vítateig á Vopnafirði
Úr leik hjá Einherja.
Úr leik hjá Einherja.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Vindurinn lék stórt hlutverk í leik Einherja og KV í 3. deild karla á Vopnafirði á laugardag.

KV var með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og leiddi 2-0 þegar flautað var til leikhlés.

Í síðari hálfleiknum skoruðu heimamenn hins vegar sex mörk og tryggðu sér sigurinn gegn toppliði KV.

Fimmta markið skoraði markvörðurinn Björgvin Geir Garðarsson með útsparki úr eigin vítateig. Leikmenn KV vildu reyndar meina að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en mark var dæmt.

Hér að neðan má sjá mörkin en markið hjá Björgvini kemur 1 mínútu og 38 sekúndur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner