Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. september 2021 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki komið til tals að fresta í kvöld - Dómarinn tæki ákvörðun
Icelandair
Óskar Örn
Óskar Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er hausveður á Íslandi og í kvöld á að fara fram landsleikur Íslands og Hollands í undankeppni fyrir HM kvenna á Laugardalsvelli.

Veðrið á samkvæmt spám að ná hámarki eftir hádegi en svo á lægja þegar kvölda tekur. Fótbolti.net forvitnaðist hvort komið hefði til tals að fresta leiknum.

„Í rauninni ekki en við erum meðvituð um að aðstæður gætu orðið erfiðar. Það versta á að ganga yfir upp úr miðjum degi þannig að leikurinn sjálfur ætti ekki að vera í hættu," sagði Óskar Örn Guðbrandsson, sem sér um framkvæmd landsleikja hjá KSÍ.

„Við erum auðvitað alltaf viðbúin því ef að eitthvað óvænt kæmi upp sem ylli því að fresta þyrfti leiknum. Í þessu tilviki er endanleg ákvörðun tekin af dómaranum eins seint og mögulegt er."

Hvað myndi frestun þýða?

„Ef leikurinn er ekki spilaður í dag þá þarf að spila hann á morgun," sagði Óskar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner