Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Messi tekinn af velli vegna meiðsla á hné - Tæpur fyrir leikinn gegn Man City
Lionel Messi er að glíma við meiðsli á hné.
Lionel Messi er að glíma við meiðsli á hné.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Paris St-Germain, hefur opinberað að Lionel Messi var tekinn af velli gegn Lyon á sunnudag vegna meiðsla í hné.

Fjölmiðlar töldu að Messi hefði verið óánægður með skiptinguna en Pochettino segir að Argentínumaðurinn hafi fengið högg á vinstra hné.

Þessi 34 ára stórstjarna missir af leik PSG gegn Metz á morgun og er tæpur fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Manchester City í næstu viku.

Pochettino segist hafa tekið eftir því að Messi hafi verið að horfa á hnéð á sér í leiknum. Ákveðið hafi verið að taka hann af velli

2-1 sigurleikurinn gegn Lyon var þriðji leikur Messi fyrir PSG síðan hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu frá Barcelona. Þá var þetta hans fyrsti leikur fyrir PSG á Prinsavöllum.

„Heilsa leikmanna hefur alltaf verið í forgangi í mínum huga og það var best fyrir hann að vera tekinn af velli. Allir sigurvegarar vilja vera inni á vellnum og það er skiljanlegt," segir Pochettino.

Messi fór í skoðun í dag og verður aftur skoðaður á fimmtudaginn.

PSG er á toppi frönsku deildarinnar með fullt hús, 18 stig eftir sex leiki, og mætir Montpellier á laugardag áður en Manchester City mætir á Prinsavelli á þriðjudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner