Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 21. október 2017 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lindelöf gagnrýndur - „Með sama umboðsmann og Ali Dia?"
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Huddersfield og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Segja má að þessi fyrri hálfleikur hafi komið mörgum stuðningsmönnum Manchester United í opna skjöldu þar sem staðan er 2-0 fyrir nýliða Huddersfield.

Bæði mörkin komu eftir að Phil Jones fór meiddur af velli.

Victor Lindelöf, sem var keyptur frá Benfica í sumar, kom inn á í hans stað og hefur verið mjög slakur síðan hann kom inn á. Í seinna marki Huddersfield leit hann sérstaklega illa út.

Hann hefur fengið nokkuð stóran skammt af gagnrýni á Twitter. Hér að neðan má sjá brot af því helsta.



















Athugasemdir
banner
banner