Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. október 2018 16:52
Arnar Helgi Magnússon
England: Varamenn Everton tryggðu sigurinn
Pickford ver spyrnuna frá Milivojevic.
Pickford ver spyrnuna frá Milivojevic.
Mynd: Getty Images
Lewin fagnar marki sínu í dag.
Lewin fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 0 Crystal Palace
0-0 Luka Milivojevic ('60 , Misnotað víti)
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('87 )
2-0 Cenk Tosun ('89 )

Leik Everton og Crystal lauk nú rétt í þessu með 2-0 sigri heimanna.

Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur og markalaust var í hálfleik.

Á 58. mínútu leiksins braut fyrirliði Everton, Seamus Coleman á Wilfried Zaha innan teigs og Anthony Taylor dómari leiksins sá ekkert annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu.

Luka Milivojevic fór á vítapunktinn en lét Jordan Pickford verja frá sér. Spyrnan slök og beint á markið.

Ademola Lookman, Dominic Calwert-Lewin og Cenk Tosun komu allir inná í síðari hálfleik og er óhætt að segja að þeir hafi tryggt Everton stigin þrjú.

Á 87. mínútu kom Lookmann með fyrirgjöf sem að Calwert-Lewin skallaði í netið framhjá Hennessey.

Tveimur mínútum síðar átti Michael Keane langa sendingu úr vörn Everton fram völlinn þar sem að Cenk Tosun elti boltann og var skyndilega kominn einn í gegn og kláraði færið vel.

Everton í áttunda sæti deildarinnar en Crystal Palace í því fimmtánda.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner