sun 21. október 2018 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Hughes segir að framherjar sínir þurfi þjónustu eigi þeir að skora mörk
Mynd: Getty Images
Það hefur lítið gengið upp hjá Southampton undanfarnar vikur og liðið ekki unnið í sex leikjum í röð. Ekki nóg með það þá hefur liðið ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum.

Danny Ings sem kom til liðsins í sumar fór vel af stað og er með sex mörk á tímabilinu. Það hefur þó hægst á honum virðist vera. Charlie Austin, Manolo Gabbiadini og Shane Long hafa ekki enn skorað á leiktíðinni.

„Við höfum talað um það að við þurfum að koma með betri bolta inní teig andstæðinganna. Þessir menn eru markaskorarar, það þarf ekki að deila um það."

„Þeir eru komnir á þann stað í dag afþví að þeir kunna að skora mörk en að sjálfsögðu þarf restin af liðinu að þjónusta þá með góðum sendingum og finna þá í fætur á réttum stöðum."

Southampton mætir neðsta liði deildarinnar næstu helgi, Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner