banner
   sun 21. október 2018 11:15
Arnar Helgi Magnússon
Huth hatar El Clasico og er hættur að horfa
Robert Huth situr ekki á skoðunum sínum.
Robert Huth situr ekki á skoðunum sínum.
Mynd: Getty Images
Robert Huth fyrrum Englandsmeistari með Leicester fer ekki leynt með skoðanir sínar á El Clasico en sá leikur fer fram næstu helgi. Viðureign Barcelona og Real Madrid nefnist El Clasico.

Huth yfirgaf Leicester í sumar og hefur ekki enn fundið sér annað lið.

„Ég er alveg hættur að horfa á þessa leiki. Þetta eru 20 leikmenn sem umkringja dómarann allan leikinn og sumir af þeim halda fyrir andlitið og þykjast vera sárþjáðir. Þetta er ekki hægt."

„Að þykjast vera meiddur er það versta sem leikmenn gera í fótbolta. Ég get ekki nefnt neina aðra íþrótt sem að þetta er eins samþykkt og í fótbolta."

„Við eyðum endalausum tíma í að borða réttan mat, hreyfa okkur og gera okkur eins góða í öllu og við mögulega getum. Það þarf enginn að segja mér að maður meiðist og þurfi að henda sér í jörðina þegar maður er snertur."

Þrátt fyrir að Robert Huth ætli ekki að horfa á leikinn þá er þetta einn vinsælasti íþróttaviðburður ár hvert en í fyrsta skipti í 10 ár verður enginn Ronaldo eða Messi og spurning hvort það hafi áhrif á áhorfstölur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner