Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. október 2018 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Hverjir koma til greina í þjálfarastól Real Madrid?
Arsene Wenger kemur vel til greina
Arsene Wenger kemur vel til greina
Mynd: Getty Images
Guti
Guti
Mynd: Getty Images
Það má búast við því að spænska félagið Real Madrid losi sig við Julen Lopetegui, þjálfara liðsins, á allra næstu dögum en gengi liðsins hefur verið afar slakt í byrjun tímabils.

Loptegeui tók við Real Madridí sumar og var það heldur betur eftirminnilegt en hann var þá þjálfari spænska landsliðsins. Hann ráðfærði sig ekki við knattspyrnusambandið áður en hann tók við Madrídingum og var því látinn fara sem landsliðsþjálfari.

Þá hefur gengi hans með Real Madrid á leiktíðinni verið slakt. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum í deildinni og síðustu þrír leikir gegn liðum úr neðri hluta deildarinnar.

Það er gert ráð fyrir því að Real Madrid losi sig við Lopetegui og koma nokkrir þjálfarar til greina í starfið.

Arsene Wenger hætti með Arsenal eftir tímabilið en hann hafði þjálfað þar í 22 ár. Hann er á lausu og kemur vel til greina en Antonio Conte er einnig nefnfdur. Hann var síðast með Chelsea og gerði þá að Englandsmeisturum á tíma sínum þar. Áður tókst honum svo að koma Juventus aftur í hæsta gæðaflokk og var áskrifandi af deildartitlum.

Santiago Solari og Fernando Hierro koma einnig upp enda léku þeir báðir fyrir Madrídarliðið og hafa farið vel af stað á þjálfaraferlinum. Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, væri góður kostur en það hefur lítið gengið upp hjá landsliðinu undanfarið og virðist vera komin þreyta í hópinn. Hann er líklegur í ævintýri.

Leonardo Jardim var látinn fara frá Mónakó og tók Thierry Henry við liðinu. Jardim gerði frábæra hluti með Mónakóliðið og vann frönsku deildina óvænt með kornungan Kylian Mbappe.

Mikel Arteta er í þjálfaraliði Manchester City og hefur verið að læra af Pep Guardiola. Hann gæti verið klár í að taka við Madrídingum.

Guti er goðsögn hjá Real Madrid og hefur hann verið að undirbúa sig fyrir þjálfun. Ralph Hasenhuttl hefur gert góða hluti með RB Salzburg og hefur verið að byggja sterkt lið og að lokum gæti Mauricio Pochettino hjá Tottenham viljað gera breytingu á ferlinum og komast í annað land. Hann hefur áður talað um það.
Athugasemdir
banner
banner